Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

 

Šiaulių Bankas AB var stofnaður árið 1992 og er einn af þremur stærstu bönkunum í Litáen. Traust og ört stækkandi fjármálafyrirtæki með sérstaka áherslu á fjármögnun fyrirtækja sem og fjármögnun neytendalána.

Auknar kröfur í viðskiptum gerði okkur grein fyrir því að við þyrftum lausnir frá fullgildum traustþjónustuveitanda. Á sama tíma skipti það okkur máli að það væri mögulegt að samþætta lausnirnar við önnur kerfi sem voru í notkun innan bankans. Við völdum lausnir Dokobit þar sem þær mættu okkar skilyrðum og þörfum og það var auðvelt að aðlaga þær að núverandi þjónustu bankans.”

segir Andrius Kamarauskas, deildarstjóri hjá Šiauliai bankas

Áskoranir

Samhliða aukinni þörf fyrir stafvæðingu á bankaþjónustu og kröfum um sjálfsafgreiðslu eykst einnig þörfin fyrir flóknar innviðalausnir þegar kemur að rafrænni undirritun.

Þó rafræn undirritun hafi áður verið notuð í Šiaulių bankas til þess að bregðast við kröfum viðskiptavina og starfsmanna, var kominn tími til að samþætta þær við skjalastjórnunarkerfið, innri ferla fyrir rafræn skjöl sem og að mæta væntingum viðskiptavina um sjálfsafgreiðslu.

Lausnir

Auknar kröfur í viðskiptum jók á þörfina fyrir að tengjast fullgildum traustþjónustuveitanda. Dokobit lausnir urðu fyrir valinu með hliðsjón af því að þær eru fullgildar þjónustur, tengjast með auðveldum hætt við þau kerfi sem eru í notkun nú þegar og aðlagast vel sérþörfum bankans. Í dag eru Dokobit lausnir alveg samþættar kerfum bankans.

Útkoma

Dokobit lausnir eru notaðar fyrir innri þarfir bankans (ráðningar, stjórnsýsla og almenn mannauðsmál) og ytri ferla sem snúa að viðskiptavinum bankans. Nýjasta dæmið er hvernig viðskiptavinur verður fjarskiptavinur Šiauliai bankas. Þannig getur einstaklingur eða lögaðili gerst viðskiptavinur án þess að koma sjálfur í útibú bankans. Lausnir Dokobit eins og auðkenning einstaklinga með rafrænum skilríkjum og rafræn undirritun er notuð í þessu ferli. Fjöldi þeirra sem koma í viðskipti til bankans með þessari leið eykst stöðugt með hverjum degi.

Þessa dagana eru fleiri og fleiri að venjast því að nota fjartækni og fjarþjónustu. Í bankageiranum er ekki aðeins um netbankaviðskipti að ræða, heldur er veitt sífellt breiðari fjármálaþjónusta. Til dæmis getur þú stofnað reikning á netinu, sótt um um fjármögnun eða neyslulán, hækkað og lækkað yfirdrátt, sent skilaboð og tekið á móti svörum með rafrænni auðkenningu og undirritun. Mikilvægast af öllu er ánægja viðskiptavina og minni pappírssóun.