Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

Fjártæknifyrirtækið ESTO, var stofnað í Eistlandi árið 2016. Í dag býður fyrirtækið upp á fjölbreyttar greiðslulausnir í öllum Eystrasaltslöndunum og er stærst á sínu sviði með yfir 1200 samstarfsfyrirtæki og yfir 100.000 notendur.

“Það að við höfum valið lausnir Dokobit hefur sparað okkur mikinn tíma sem hefði annars verið varið í flóknar innleiðingar og UT-viðhald”.

Mikk Mihkel Nurges, Vörustjóri hjá ESTO Group

Áskoranir

Markmið ESTO er að veita neytendum einfalda, þægilega og sniðuga greiðslulausn sem styður við ábyrga viðskiptahætti. Þar sem fyrirtækið þjónustar neytendur í Eistlandi, Lettlandi og Litáen, er fjöldinn allur af samningum undirritaðir daglega. Til þess að gera undirritunarferlið einfalt og þægilegt fyrir alla hefur ESTO ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á möguleikann á rafrænum undirskriftum með Mobile ID og Smart ID. (rafræn skilríki á farsíma og í appi)

Þar sem það hefði verið flókið og tímafrekt að byggja slíka lausn frá grunni ákvað ESTO að leita út á við að lausn sem væri auðvelt að innleiða inn í kerfi fyrirtækisins.

Lausnir

Þegar leit hófst að mögulegum samstarfsfélögum uppgötvaði ESTO að það voru ekki margir þjónustuveitendur á markaðnum sem uppfylltu þeirra væntingar og kröfur. Einföld og fljótleg innleiðing var ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið var að velja Dokobit sem samstarfsfélaga. Vefþjónusta Dokobit var byggð með þeim hætti að það tók stuttan tíma að innleiða hana fyri r nauðsynlega virkni.

Útkoma

Væntingar viðskiptavina fara sívaxandi og gerðar eru kröfur um að fyrirtæki bjóði upp á hraðvirkar, notendavænar og öruggar lausnir. Að innleiða rafræna undirritun í upplýsingakerfi ESTO hefur gert viðskiptavinum kleift að undirrita lánasamninga (lánalínur, kaupleigusamninga o.fl.) í nokkrum, einföldum smellum á vefsvæði fyrirtækisins.

Að auki hefur það sparað ESTO mikinn tíma að velja Dokobit vefþjónustur, sem hefði annars verið varið í flókna innleiðingu og UT-viðhald.