Dokobit fyrir teymi
Eiginleikar Dokobit fyrir teymi nýtast fyrirtækjum í stafrænni umbreytingu. Hraðari og einfaldari ferli við undirritun og skipulag skjala eru eiginleikar sem munu gagnast teyminu og viðskiptavinum þínum.
Einfalt og skilvirkt ferli fyrir undirritun skjala
Slepptu því að eltast við að samstarfsfélagar og viðskiptavinir samþykki eða undirriti mikilvæg skjöl. Með okkar lausn er allt ferlið hraðara og einfaldara án pappírsins.
Samþykktir
Bættu við samþykki skjala til að tryggja að réttur aðili hafi skoðað og staðfest efni skjala áður en þau eru undirrituð.
Verkferli
Skilgreindu í hvaða röð þú vilt að aðilar undirriti eða samþykki skjöl fyrir skilvirkara undirskriftarferli.
Frestir og áminningar
Settu tímafresti fyrir undirskriftir og viðbótar áminningar til þess að tryggja að aðilar undirriti á réttum tíma.
Einföld og skilvirk skjalastjórnun
Þú þarft ekki að sætta þig við að skrifborðið sé þakið pappír. Við erum með allt sem þarf til að meðhöndla skjöl á einfaldari hátt.
Skjalaflokkar
Flokkaðu skjöl eftir tegund þeirra fyrir betri yfirsýn og skipulag.
Heimildir notenda út frá skjalaflokkum
Stilltu réttindi notenda til að breyta, deila og eyða skjölum eftir skjalaflokkum.
Hlutverk notenda
Veldu mismunandi hlutverk notenda: þeir þurfa að undirrita skjal eða geta aðeins lesið.
Öll gögn fyrirtækisins aðgengileg á einum stað
Þú þarft ekki að nota flókin tól til að stjórna gögnunum þínum - Við vitum að einfaldleiki er lykillinn að skilvirkni og tryggir jákvæða upplifun notenda.
Gögn fyrirtækisins
Stjórnaðu notkun starfsfólks og aðgengi þeirra að gögnum fyrirtækisins á einfaldan hátt. Tryggðu þannig að gögn fyrirtækisins haldist áfram í réttum höndum eftir að starfsfólk hættir.
Sameinaður reikningur
Borgaðu fyrir notkun allra stafsmanna með einum reikningi. Sameinaður reikningur sparar vinnu og eykur gagnsæi við uppgjör.
Aðskildir aðgangar
Notaðu aðskildan aðgang fyrir fyrirtækið og einkanot til að aðgreina eingarhald skjala og kostnað.
Mátaðu Dokobit við þínar þarfir
Með sérmerktu útliti á viðmótum og vildarþjónustum getur þú gert enn meira fyrir þig og þína viðskiptavini.
Sérmerkt viðmót
Notaðu þitt útlit á viðmóti við undirritun skjala fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.
Portal API
Með API vefþjónustum getur þú tengt þín upplýsingakerfi til þess að gera ferli sjálfvirk fyrir undirritun skjala.
Þjónusta fyrir innleiðingar
Sérsniðin námskeið og þjálfun eru í boði fyrir teymi sem vilja byrja að nota Dokobit portal.
Forgangsþjónusta
Fáðu alla þjónustu sem þú kannt að þurfa frá Dokobit.
SLA þjónustusamningur
Hærra þjónustustig með tryggðum uppitíma þjónustu 24/7.
Eyðublöðin
Búðu til sérsniðin útfyllanleg skjöl sem viðskiptavinir þínir eða samstarfsaðilar geta auðveldlega fyllt út og undirritað í gegnum Dokobit.