Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

BL er eitt stærsta og þekktasta bílaumboðið á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu, viðgerðum og viðhaldi á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 90 starfsmenn og fylgir starfsemi félagsins mikið af samningagerðum sem þarfnast undirritunar. Það var því ljóst að það væri hægt að finna mikinn ávinning við innleiðingu rafrænna undirskrifta.

„Ástæðan fyrir að við völdum Dokobit var að lausnin þeirra hentaði okkur mjög vel og einnig vegna samskipta við starfsfólkið. Það var bæði mjög hjálpsamt í öllu ferlinu og hefur alltaf verið tilbúið að stökkva til ef eitthvað hefur verið að og við höfum þurft aðstoð. Það samstarf hefur verið sérstaklega ánægjulegt, verið mjög hnökralaust og alveg til fyrirmyndar.“

Hrafnhildur Hauksdóttir, Gæðastjóri BL

Áskoranir

Hjá BL er eitt af stærri verkefnum fyrirtækisins nýskráningarferli nýrra bíla. Það þýðir að undirrita þarf fjölda samninga á hverjum degi, þar sem starfsmenn þurfa að skrá sömu upplýsingar á mörg form og svo endurtaka ferlið í mörgum mismunandi kerfum. Þetta ferli er gríðarlega tímafrekt og kostnaðarsamt – og því fór BL að leita sér að rafrænum undirskriftalausnum.

Lausnir

Einfaldleiki og góð þjónusta voru helstu viðmiðin sem BL fór með inn í ákvörðunarferlið fyrir rafrænum undirskriftarlausnum. Ákveðið var að fara í samstarf við Dokobit, þar sem lausnin hentaði þeirra kröfum einkar vel – og vegna þess hversu hjálpsamir starfsmenn Dokobit voru. Dokobit hefur aðstoðað BL við að breyta endurtekningasömum og handvirkum verkefnum í sjálfvirkaferla. Nóg er að fylla út nýskráningarferlið einu sinni og þjónusta Dokobit sér um restina.

Útkoma

Innleiðing rafrænna undirskrifta frá Dokobit hefur gert BL kleift að spara tíma og fjármagn. Nýskráning bíla er orðin hraðvirkari og einfaldari – sem gefur starfsmönnum svigrúm til að einbeita sér að mikilvægari verkefnum. Annar stór ávinningur fyrir BL er umhverfislosun, þar sem rafrænar undirskriftir hafa dregið verulega úr ónauðsynlegum bílferðum og útrýmt pappírsnotkun við undirritun samninga. Þetta hefur leitt til þess að bæði starfsmenn og viðskiptavinir BL upplifi meiri ánægju með störf og þjónustu fyrirtækisins.