Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

Enefit er stærsti raforkusalinn í Lettlandi. Móðurfyrirtækið Enefit Eesti Energia er stærsti vindorkuframleiðandinn í Eystrasaltsríkjunum.

Markmið Enefits: Verndun náttúrunnar með því að auka fjölbreytni í endurnýjanlegum raforkulausnum sem mæta á sama tíma þörfum viðskiptavinanna.

“Við erum búin að skipta alveg yfir í rafrænt skjalastjórnunarkerfi og rafræna undirritun. Það er mun þægilegra og gagnsærra, engin skjöl týnast með þessum hætti. Þar að auki rímar þetta fullkomlega við okkar gildi, sem sjálfbært fyrirtæki, að bera virðingu fyrir náttúrunni og fara eins vel með auðlindirnar okkar og mögulegt er.”

Mārtiņš Vancāns, stjórnarformaður Enefit

Áskoranir

Fyrir Enefit sem nútímalegt tæknifyrirtæki var þörfin fyrir stafrænar lausnir sívaxandi til að tryggja skilvirkan rekstur. Með aukinni kröfu frá viðskiptavinum og samsstarfsfélagum um rafræna undirritun samninga jókst mikilvægi rafrænna undirskrifta fyrir dagleg verkefni fyrirtækisins.

Lausnir

Það atriði sem gerði útslagið þegar kom að vali á þjónustuaðila er að rafrænar undirskriftir frá Dokobit eru Fullgildar undirskriftir sem eru jafngildar handritaðri undirskrift. Þegar kemur að lausninni sjálfri er mikilvægast að undirritunin sé fljótleg og án vandræða. Það er líka mjög handhægt fyrir viðskiptavinina okkar að það sé mögulegt að nota mismunandi rafræn skilríki til að tengjast kerfinu.

Útkoma

Rekstur Enefit er orðinn algjörlega stafrænn og við notum rafrænar undirskriftir í langflestum tilfellum. Rafræn undirritun skjala hvaðan sem er, hvenær sem er, er virkilega mikilvægur þáttur á okkar tímum þar sem krafan um að allt gerist strax er yfirráðandi. Hins vegar heyrum við að notendur tala um að lausnin sé auðveld í notkun og það skiptir líka mjög miklu máli.

Það er líka mikilvægt fyrir fyrirtækið að undirritunarferlið fari fram á einum vettvangi – skjölin týnast ekki og eru aðgengileg þegar þörf er á. Enefit viðurkennir að það hafi sparað bæði tíma og peninga að hefja rafræna undirritun með Dokobit. Rafræn undirritun skjala er líka umhverfisvænna fyrirkomulag og það er mikilvægt fyrir fyrirtækið.