Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

Tele2 Eesti tilheyrir Tele2 Group, sem er alþjóðlegt fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á samskipta- og sjónvarpslausnir til meira en 13 milljóna viðskiptavina í Evrópu. Í Eistlandi veitir Tele2 framúrskarandi farsíma- og netþjónustu til tæplega 500 þúsund viðskiptavina.

„Innleiðing Dokobit lausna hefur gert ýmis handvirk verkefni sjálfvirk – eins og að skiptast á samningum í gegnum tölvupóst. Fyrir vikið hefur undirritunarferli skjala orðið mun auðveldara fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn.“

Taaniel Sepp, Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Tele2 Eesti

Áskoranir

Hjá Tele2 Eesti fer stór hluti sölunnar fram símleiðis. Þetta þýðir að undirrita þarf fjölda samninga rafrænt á hverjum degi. Áður en Dokobit var notað fól rafræn undirskrift í sér ýmis handvirk skref: Nauðsynlegt var að hlaða niður samningnum úr innra söluforriti, senda hann til viðskiptavinarins sem viðhengi í tölvupósti og bíða eftir að skjalinu yrði skilað með rafrænni undirskrift.

Þar sem ferlið var tímafrekt fór Tele2 Eesti að leita að fljótlegri og skilvirkari lausn.

Lausnir

Einfaldleiki, þægindi og áreiðanleiki voru meðal helstu viðmiða við val á viðeigandi rafrænni undirskriftarlausn. Ákveðið var að fara í samstarf við Dokobit þar sem það var þekkt vörumerki í Eistlandi og stóðst allar kröfur og væntingar fyrirtækisins. Í dag notar Tele2 Dokobit fyrir rafræna undirritun samninga við viðskiptavini sína. Dokobit hefur hjálpað Tele2 að gera ýmis handvirk verkefni sjálfvirk, svo sem að hlaða niður samningum og skiptast á þeim með tölvupósti. Fyrir vikið hefur undirritunarferli skjala orðið mun auðveldara.

Útkoma

Innleiðing á þjónustu Dokobit hefur hjálpað Tele2 Eesti að spara tíma og auka ánægju hjá bæði viðskiptavinum og starfsmönnum. Hraðvirkari og einfaldari ferlar hafa sömuleiðis bætt söluárangur fyrirtækisins. Annar mikilvægur ávinningur er öryggi gagna. Ef samningi er óvart deilt með röngu netfangi mun þriðji aðili ekki geta nálgast skjalið. Dokobit leyfir aðilum að deila samningum með viðskiptavinum á mun öruggari hátt en áður – til að fá aðgang að skjali þarf viðskiptavinurinn fyrst að auðkenna sig með rafrænu skilríki.