Við sköpum traust í stafrænum heimi

Signicat er leiðandi veitandi stafrænna auðkenningarlausna í Evrópu. Markmið okkar er að smíða tækni sem gerir fólki kleift að treysta hvort öðru í stafrænum heimi. Við sköpum traust í hverju skrefi stafrænnar vegferðar.

Saga Dokobit

Dokobit byrjaði sem hefðbundið hugbúnaðarfyrirtæki árið 2008. Með því að vera lítið teymi vorum við sveigjanleg, gátum hreyft okkur hratt og haldið okkur nálægt viðskiptavinum okkar. En á einhverjum tímapunkti vantaði okkur nýja áskorun.

Árið 2011 tókum við eftir því að tækni fyrir rafrænar undirskriftir og auðkenningar, sem eiga einmitt að einfalda líf fólks og fyrirtækja, var bæði alltof flókin, dýr og óaðgengileg til þess að hún næði flugi. Þetta varð til þess að fyrirtæki héldu sig áfram við gömlu pappírsháðu ferlana sína. Á þessum tíma ákváðum við að breyta þeirri stöðu. Við byrgðum okkur upp með þolinmæði, settum saman besta teymi af ofurhetjunum sem finnst og eftir þriggja ára þróunarverkefni og rannsóknir á tækninni fyrir rafrænar undirskriftir og lögfræðinni sem tengjast þeim opnuðum við undirskriftargáttina okkar og vefþjónustur árið 2014.
Markaðurinn tók okkur mjög vel og með meiri vinnu og umbótum byrjuðum við að stækka hratt sem leiddi til þess að við keyptum fljótlega stærstu undirskriftargáttina í Litháen (Eparasas.lt) og fljótlega eftir það stærstu undirskriftargáttina í Eistlandi (DigiDoc.ee) sem gerði okkur að stærsta lausnaraðilanum fyrir rafrænar undirskriftir í Eystrasaltslöndunum. Árið 2016 opnuðum við söluskrifstofu á Íslandi og árið 2019 hófum við einnig viðskipti í Lettlandi.
Á árinu 2020 urðum við fyrst fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum og eitt af fáum fyrirtækjum í Evrópu til þess að verða Fullgildur traustþjónustuveitandi fyrir sannreyningu á rafrænum undirskriftum og innsiglum og erum skráð á Traustlista Evrópusambandsins. Gæði þjónustunnar og upplýsingaöryggi hafa ávalt haft hæðsta forgang í okkar starfsemi er skilar sér með ánægðum viðskiptavinum.
Öll erfiðisvinnan skilaði sér í stórkostlegum afrekum árið 2021, þar sem sameining við norska fyrirtækið Signicat – eitt af örast vaxandi fyrirtækjum í Evrópu – stendur hæst upp úr. Sterk menningarleg, viðskiptaleg og tæknileg gildi okkar, styrkir stöðu beggja fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum og mun gera okkur kleift að ná markaðsleiðandi stöðu í Evrópu.
Vaxandi eftirspurn eftir lausnunum okkar staðfestir að við erum að bæta og einfalda líf fólks. Þess vegna höldum við okkar leið áfram, tilbúin til að fara inn á fleiri nýja markaði í Evrópu.