Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

 

 

Háskóli Heilbrigðisvísinda í Litháen er þýðingarmesta stofnun landsins fyrir þjálfun heilbrigðisstarfsmanna og einn stærsti háskólinn á Eystrasaltssvæðinu.

“Viðskiptavinir LSMU eru námsmenn og því er helsta áskorun stofnunarinnar endalausir bunkar af pappírssamningum við þá. Áður, til þess að undirrita samninga, þurftu nemendur jafnvel að koma frá hinum enda landsins – með Dokobit þarf ekki að leggja á sig ferðalag til þess að undirrita þar sem þú getur verið hvar sem er og undirritun tekur aðeins nokkrar mínútur.“

segir Kęstutis Petrikonis, Aðstoðarskólastjóra LSMU

Áskoranir

Viðskiptavinir LSMU eru námsmenn og því er helsta áskorun stofnunarinnar endalausir bunkar af pappírssamningum við þá. Áður, til þess að undirrita samninga, þurftu nemendur jafnvel að koma frá hinum enda landsins til þess að eiga möguleika á að hefja nám við háskólann. Dýr og löng ferðalög gátu verið til þess að mismuna nemendum og verið íþyngjandi fyrir þá.

Lausnir

Það var mjög mikilvægt skref fyrir stofnunina að innleiða nýstárlegar rafrænar undirskriftarlausnir og sparaði öllum einnig töluverðan tíma. LSMU notar nú Dokobit til þess að undirrita samninga við aðila sem ekki eru í stöðu til að mæta á staðinn þar sem lausnin styður mismunandi rafræn skilríki (rafræn skilríki á farsíma, í appi og á kortum). Þannig getur töluvert breiðari hópur viðskiptavina undirritað skjölin rafrænt. Dokobit styður við að gera daglega ferla stofnunarinnar bæði fljótlegri og þægilegir.

Útkoma

Eftir að hafa tekið Dokobit í notkun ganga allir ferlar hraðar fyrir sig og skjöl eru undirrituð af einstaklingum sem eru staddir úti á landi eða hvar sem er í raun. Þetta hefur virkilega flýtt fyrir undirritun samninga þar sem nemendur þurfa ekki á mæta á staðinn til þess að ganga frá pappírum – þeir geta skrifað undir hvar sem þeim hentar. Bæði tími nemenda og starfsmanna nýtist betur.

Dokobit kemur einnig að góðum notum við undirritun samninga við aðrar stofnanir og verktaka – lausnin er mjög þægileg bæði fyrir háskólann og ytri aðila, þar sem hún styttir tímann sem fer í að undirrita samninga verulega (sérstaklega við stofnanir staðsettar í öðrum borgum). Rafræn undirritun með Dokobit er mjög fljótleg – tekur aðeins örfáar mínútur. Stofnununni þykir það skipta miklu máli að hægt sé að undirrita skjöl með mismunandi rafænum skilríkjum – til dæmis hinu þægilega Smart-ID appi.