Hraðari, einfaldari og betri saman

Að undirrita skjöl hefur aldrei verið jafn auðvelt. Með Dokobit Office 365 add-in getur þú undirritað skjöl rafrænt beint úr Microsoft Word.

Hratt og skilvirkt

Ekki sóa tíma og peningum í óþarfa prentun, skönnun og sendingar með pappír. Undirritaðu skjöl í þínum uppáhalds hugbúnaði á örfáum sekúndum.

Einfalt og þægilegt

Núna þarftu ekki lengur að hoppa á milli lausna til að undirrita skjöl — undirritaðu þau beint frá þeim hugbúnaði sem þú notar daglega, Microsoft Word. Það verður ekki einfaldara!

Styðjum fjölda skilríkja

Undirritaðu skjöl með rafrænum skilríkjum á farsíma frá Íslandi, Eistlandi og Litháen eða með Smart-ID. Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af týndum pappírum.

Skjalasnið

Engar áhyggjur af sniði skjala - Undirritaðu beint úr Microsoft Word og sæktu síðan undirritaða skjalið á PDF formi eða sem ASiC-E skjalavasa.

Uppfyllum hæstu kröfur

Dokobit uppfyllir hæstu kröfur samkvæmt eIDAS reglugerð nr. 910/2014 og íslenskum lögum um fullgildar rafrænar undirskriftir sem þýðir að þær hafa sömu réttaráhrif og handritaðar undirskriftir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins. Að auki fylgir Dokobit ítrustu stöðlum og verklagi til að tryggja öryggi gagna.
Lærðu meira um vottanirnar og öryggismálin okkar

Dokobit Microsoft Word add-in beta

Notaðu tækifærið núna til að prófa frítt að undirrita skjöl rafrænt beint úr Microsoft Word. Samtímis vinnum við hörðum höndum að næstu útgáfu með fleiri eiginleikum.
Sækja núna