Stígðu inn í framtíðina með Dokobit

Ertu tilbúin/nn að leggja af stað í spennandi ferðalag inn í framtíðina? Búðu þig undir ógleymanlega upplifun á básnum okkar á UTMessunni, þar sem við verðum með kappaksturshermi í sýndarveruleika. UTMessan fer fram í Hörpu í Reykjavík laugardaginn 3. febrúar frá 10:00 til 16:00 – og við tökum fagnandi á móti þér.

Ræstu vélarnar og upplifðu heim þar sem mörkin milli raunveruleikans og sýndarveruleika óskýrast. Á básnum okkar erum við ekki bara að sýna þér framtíðina – heldur við bjóðum þér að vera hluti af henni. Spenndu beltið og sýndu kappaksturshæfileika þína með hermikappakstursbúnaðinum okkar. Hvort sem þú ert vanur kappakstursmaður eða algjör nýliði, þá er þetta tækifæri til að finna adrenalínið, hraðann og spennuna eins og þú hefur aldrei upplifað áður.

Upplifunin hentar öllum aldurshópum – komdu með vini, fjölskyldu eða samstarfsmenn og deildu gleðinni. Básinn okkar er ekki bara „pit stop“ – heldur áfangastaður fyrir skemmtun, nýsköpun og innsýn í þá ótrúlegu möguleika sem eru framundan.

Hefur þú ekki áhuga á sýndarveruleikum? Þú getur alltaf komið við, fengið þér kaffi eða frískandi drykki og tekið spjallið. Við verðum líka með happdrætti þar sem þú gætir unnið glænýjan iPad! Ekki láta þig vanta – Dokobit teymið tekur vel á móti öllum.