
Við breytum hvernig þú vinnur
Þreytt á öllum pappírnum og sóun á tíma sem tekur að undirrita hann, prenta, skanna og síðan senda hann fram og til baka? Engar áhyggjur. Með Dokobit er það úr sögunni!
Við höfum allt sem þú þarft
Dokobit hefur alla nauðsynlegu virknina og eiginleika sem þú þarft til að deila skjölum, óska eftir undirskriftum frá öðrum og fylgjast með ferlinu hvar og hvenær sem er. Dokobit er einföld og þægileg lausn með öll skjölin þín aðgengileg og skipulögð.
Skoða alla eiginleikana okkar

Uppfyllum hæstu kröfur
Dokobit uppfyllir allar hæstu kröfur eIDAS reglugerðarinnar og íslenskra laga fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir. Tekið er við undirskriftunum okkar í öllum löndum Evrópusambandsins. Við fylgjum einnig nýjustu öryggisstöðlum í smáatriðum til þess að verja öryggi ykkar upplýsinga.
Læra meira um vottanirnar og fylgni staðlaErtu að leita að API vefþjónustum?
Hvort sem þú ert að þróa heilt skjalastjórnunarkerfi, þjónustuvef eða hvaða aðra rafrænu þjónustu sem er, Dokobit hefur alla þá virkni sem þú þarft á að halda með stöðugum API vefþjónustum og góðri skjölun sem einfaldar verk forritara við innleiðingu. Við erum búin að leysa flókna hlutann fyrir þig.
Skoða nánarTilbúin að byrja?
Nú þegar Dokobit notandi? Innskrá.

Ný vinnubrögð spara tíma og kostnað
Dokobit býður upp á snjallari leið til að klára verkefnin hraðar á einfaldari og þægilegri hátt.
Undirritunin er bara einn hluti af mörgum sem lausnin leysir.
Við gerum rafrænar undirskriftir einfaldar
Styðjum fjölda rafrænna skilríkja
Undirritaðu skjöl með rafrænum skilríkjum á því formi sem þú óskar, við styðjum skilríki á kortum, skilríki á farsímum og fleiri lausnir. Sjá öll studd skilríki.
Eiginleikar fyrir skjalameðhöndlun
Skipuleggðu skjölin þín á einfaldan hátt - skjalaflokkar, síun, leit, deila og rekja. Allt á einum stað.
Mismunandi stig undirskrifta
Undirritið skjöl með útfærðum eða fullgildum rafrænum undirskriftum sem gilda allstaðar innan Evrópu.

Rafrænar undirskriftir bjarga deginum
Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að breyta dagskránni þinni á síðustu mínútu - við hjálpum þér að klára að undirrita og fá undirskriftir á réttum tíma hvar sem þú ert.
Frestir og áminningar
Settu undirskriftarfrest og sendu aukalega áminningar til þess að tryggja að aðilar undirriti á réttum tíma.
Sjálfvirkar tilkynningar
Fáðu upplýsingar um hvenær þú þarf að undirrita eitthvað og hvenær aðrir hafa undirritað skjöl.
Atburðarskrá
Sjáðu yfirlit yfir allar aðgerðir frá notendum á nákvæmum lista atburða.

Skjalastjórnun gefur þér skipulag
Þú þarft aldrei aftur að sætta þig við skrifborðið þakið pappír. Við erum með allt sem þú þarft til að meðhöndla skjölin þín á einfaldan hátt rafrænt.

Skjalaflokkar
Flokkaðu skjölin þín eftir tegund skjala eða samninga fyrir betri yfirsýn og skipulag.
Heimildir notenda með skjalaflokkum
Stjórnið heimildum notenda til að breyta, deila eða eyða skjölum sem tilheyra ákveðnum skjalaflokkum.
Hlutverk viðtakenda
Setjið mismunandi hlutverk viðtakenda: þeir þurfa að undirrita eða fá lesaðgang.
Fullgildar rafrænar undirskriftir létta lífið
Engar áhyggjur af lagalegu hliðunum - við tryggjum að rafrænu undirskriftirnar þínar hafi fullt lagalegt gildi og séu viðteknar allstaðar í Evrópu.
Jafngilda handrituðum undirskriftum
Dokobit styður fullgildar rafrænar undirskriftir sem eru lagalega jafngildar handrituðum undirskriftum.
Fullgildir tímastimplar
Fullgildir tímastimplar tryggja að ekki sé hægt að falsta tíma undirritunar.
Sannreyna undirskriftir
Sannreynið hvort rafræn undirskrift frá öðrum aðilum sé í lagi og uppfylli kröfur laga.

Fleira sem þú getur nýtt til þess að verða skilvirkari
Mörg mismunandi skjalasnið
Undirritaðu skjöl á því formi sem þú þarft - allt frá PDF skjölum og ASiC-E skjalavösum yfir í staðbundnari skjalasnið (BDoc, EDoc og ADoc).
Tengiliðir og flokkun þeirra
Vistaðu tengiliði og viðskiptamannaskrá til að finna þá auðveldar næst þegar þú þarft að deila skjali.
Langtímagildi undirskrifta
Ekki hafa neinar áhyggur af því að fullgildar undirskriftir eða innsigli missi gildi sitt til lengri tíma. Við tryggju að svo sé með langtímaundirskriftum.
Viðmót á mörgum tungumálum
Notaðu Dokobit á íslensku, ensku, eistnesku, litháensku eða lettnesku.
Leit og síun
Síaðu skjöl eftir skjalaflokkum og notaðu leitina til að finna á hraðar það sem þú ert að leita að.
Athugasemdir
Skrifaðu skilaboð til annara aðila sem tengjast ákveðnu skjali.
Hópaðgerðir
Undirritaðu, eyddu eða sæktu mörg valin skjöl samtímis með einum smelli.
Öruggari deiling skjala
Tryggðu út frá kennitölum viðtakenda að einungis réttir aðilar sem auðkenna sig með rafrænum skilríkjum geti opnað skjöl.
Undirritun í O365
Með Dokobit O365 viðbótinni getur þú undirritað skjölin þar sem þau verða til - beint úr hugbúnaði Microsoft Office.
Fyrir teymi
Ertu að leyta að lausnum til að efla stafræna umbreytingu með þínu teymi? Við erum með lausnina sem þig vantar.
Eignarhald á gögnum fyritækja
Sjórnaðu notkun starfsfólks og aðgengi þeirra að gögnum fyrirtækisins. Tryggðu þannig að gögn fyrirtækisins haldist áfram í réttum höndum eftir að starfsfólk hættir.
Einn reikningur
Minnkaðu tíma við að afgreiða marga reikninga frá starfsmönnum. Þú getur búið til Dokobit aðgang fyrir hvern notanda og borgar síðan fyrir sameiginlega notkun fyrirækisins með einum reikningi.
Aðskildir reikningar
Notendur geta samtímis haft aðskilda reikninga fyrir einkanotkun og notkun fyrirtækja. Aðskildir reikningar tengjast mismunandi eignarhaldi gagna, ætlaðri notkun og kostnaði.
